Map

HEILBRIGÐISSVIÐ

Heilbrigðissvið þjónar sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum og Sjúkratryggingum Íslands, dvalar- og hjúkrunarheimilum, rannsóknarstofum og einstaklingum. Við höfum mjög fjölbreytt vöruúrval sem við hvetjum þig til að líta á.

Mikil tækni- og vöruþekking er innan fyrirtækisins og sérhæft starfsfólk okkar hefur hlotið mikla menntun og þjálfun erlendis, auk þess sem það sækir reglulega ýmis námskeið til útlanda. Þannig  tryggjum við að sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir geti ávallt fengið framúrskarandi þjónustu hjá okkur.

Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir

Heilbrigðissvið sinnir öllum deildum sjúkrahúsa. Auk almennra hjúkrunarvara og hjálpartækja einbeitir fyrirtækið sér að bæklunarsviði, geðheilbrigðissviði, gjörgæslusviði, hjarta- og lungnasviði, kvennasviði, röntgensviði, skurðsviði, speglunarsviði, svæfingarsviði og öldrunarsviði.

Dvalar- og hjúkrunarheimili

Fastus hefur fjölbreytt vöruúrval fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili og býr yfir mikilli þekkingu og reynslu af hönnun hjúkrunarrýma með tilliti til mismunandi þarfa íbúa. Í boði eru hjúkrunarrúm, hjálpartæki fyrir hreyfihamlaða ásamt húsgögnum sem eru sérstaklega hönnuð með tilliti til þarfa þessa hóps. Fastus hefur umboð fyrir hjúkrunar- og sjúkrarúm frá Völker en þau hafa verið meðal vinsælustu hjúkrunar- og sjúkrarúma landsins og eru í notkun á fjölda dvalar- og hjúkrunarheimila.

Rannsóknarstofur

Rannsóknarsvið þjónar rannsóknarstofum og býður úrval lausna, s.s. tæki fyrir blóð- og hormónarannsóknir, kæli- og frystiskápa, ljósbrotsmælitæki, rafdráttartæki, hitaskápa, innréttingar, microplötu-lesara, áhöld og rekstrarvörur. Starfsmenn rannsóknarsviðs hafa mikla þekkingu, menntun og reynslu á þessu sviði.

Endurhæfing og sjúkraþjálfun

Endurhæfingarsvið hefur fjölbreytt úrval af hjálpartækjum og sjúkraþjálfunarvörum. Ráðgjöf er veitt til einstaklinga og fagfólks um þau hjálpartæki sem í boði eru og valI á þeim. Fastus býður upp á gott sýningarsvæði og lögð er rík áhersla á vöruþekkingu og að henni sé miðlað áfram til fagfólks með kynningum og námskeiðum.

 

Fastus er með samning við Sjúkratryggingar Íslands í eftirfarandi vöruflokkum:

- Vinnustólar og sérstakir barnavinnustólar

- Sjúkrarúm og fólkslyftarar

- Bað- og salernishjálpartæki

- Hjólastólar og gönguhjálpartæki

- Þvagleggir og þvagpokar

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira