Map

Fréttir

Hlíf Böðvarsdóttir til liðs við Fastus

06.október 2021

Hlíf Böðvarsdóttir hefur hafið störf hjá Fastus ehf. sem gæða- og fræðslustjóri. Hjá Fastus mun hún halda utan um gæðakerfi fyrirtækisins í takt við auknar kröfur á markaði um gæði, öryggi og rekjanleika lækningatækja. Auk þess mun Hlíf sjá um fræðslumál fyrirtækisins.

EpiShuttle einangrunar og flutningshúdd

06.apríl 2020

Þanni 12. mars síðastliðinn fékk Landspítalinn Háskólasjúkrahús afhent einangrunarhúdd frá Fastus ehf. Með tilkomu húddsins er tryggt að smitaðir einstaklingar smiti ekki aðra á meðan á flutningi stendur. ​Jafnframt er hægt að varna því að einstaklingar sem eru veikir fyrir, og þarf að flytja milli deilda eða stofnana, smitist ekki á leiðinni.

Samruni Fastus og HealthCo

26.september 2019

HealthCo er nú formlega orðið dótturfélag Fastus en til að byrja með verður HealthCo rekið áfram í óbreyttri mynd. Á næstu mánuðum er hins vegar stefnt að því að öll starfssemi fyrirtækjanna færist undir eitt og sama þak að Síðumúla 16, þar sem Fastus er með aðsetur í dag.


BrewDog Reykjavík opnar við Frakkastíg

27.febrúar 2019

Síðastliðið haust opnaði skoska brugghúsakeðjan BrewDog nýjan stað hér á landi. Íslenskir eigendur eru að staðnum sem nefnist BrewDog Reykjavík og er hann staðsettur á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.


Fastus er framúrskarandi fyrirtæki!

15.nóvember 2018

Þann 14. nóvember síðastliðinn voru veittar viðurkenningar í Hörpu til fyrirtækja sem hlotið hafa nafnbótina „Framúrskarandi fyrirtæki“ á árinu 2018

Ný ferðafóstra á Sjúkrahúsinu á Akureyri

14.febrúar 2018

Síðastliðinn laugardag átti sér stað mjög ánægjulegur viðburður þegar forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, var viðstaddur er Hollvinasamtök SAk afhentu Sjúkrahúsinu á Akureyri nýja ferðafóstru sem samtökin höfðu safnað fyrir.
Fastus afhendir Matvælaskóla MK 19 stykki Convotherm ofna til notkunar

11.febrúar 2017

Nýlega afhentu Ralf Klein, forstjóri Convotherm í Þýskalandi og Einar Hannesson framkvæmdastjóri Fastus, Margréti Friðriksdóttur skólameistara MK, 19 stykki Convotherm 4 Easy Touch ofna til notkunar, en þeir eru með allra bestu ofnum sem fáanlegir eru. Nokkrir ofnanna eru með reykbúnaði, þannig að bæði er hægt að reykja og elda í þeim. Fastus og Menntaskólinn í Kópavogi hafa undirritað samkomulag um að Fastus muni sjá Matvælaskóla MK fyrir öllum ofnum í skólann næstu 12 árin þeim algjörlega að...


Fastus styður rausnarlega við matvælanám á Íslandi!

04.febrúar 2017

Fastus og Menntaskólinn í Kópavogi hafa undirritað samkomulag um að Fastus muni sjá Matvælaskóla MK fyrir öllum ofnum í skólann næstu 12 árin þeim algjörlega að kostnaðarlausu. Með þessu móti mun Fastus sjá til þess að Matvælaskólinn fylgi nýjustu straumum og stefnum í matreiðsluheiminum. Mánudaginn 6. febrúar kl. 13:30 munu Ralf Klein, forstjóri Convotherm í þýskalandi og Einar Hannesson framkvæmdastjóri Fastus afhenda Margréti Friðriksdóttur, skólameistara MK, 19 stykki Convotherm 4 Easy Touch...

Fastus, Framúrskarandi fyrirtæki 2016

09.janúar 2017

Við erum mjög stolt yfir því að hafa enn einu sinni verið valin sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum Creditinfo, nú fyrir árið 2016.Nýtt skref í notkun aðgerðarþjarka á Íslandi

02.desember 2016

Nýtt skref í notkun aðgerðarþjarka í skurðaðgerðum á Íslandi var tekið 28. nóvember 2016 með hlutabrottnám á ristli. Ristilskurðlæknarnir Helgi Kjartan Sigurðsson og Jórunn Atladóttir á Landspítala gerðu tvær slíkar aðgerðir með því að nota da Vinci aðgerðarþjarka, en Fastus er umboðsaðili da Vinci á Íslandi.Fastus ehf. tekur við umboði fyrir Sirona á Íslandi

08.mars 2016

Fastus ehf. tekur við innflutningi, sölu og þjónustu á tannlæknabúnaði frá Sirona Dental GmbH af Smith og Norland hf. frá og með 1. mars nk. og er hún tekin í fullu samráði við og með samþykki Sirona Dental Systems GmbH.Lagersala Fastus

01.október 2015

Nú er tækifæri til þess að gera góð kaup hjá Fastus. Við rýmum fyrir nýjum vörum og höldum af því tilefni risa lagersölu. Á útsölunni er mikið úrval af vörum allt frá pottum, pönnum og diskum upp í eldhústæki fyrir stóreldhús og margt fleira. Opið verður frá 11:00 - 18:00 á fimmtudag og föstudag og frá kl: 11:00 - 17:00 á laugardag.


Fastus og X-Tækni hafa verið sameinuð

08.september 2015

X-Tækni hefur sinnt þjónstu við viðskiptavini Fastus ehf alveg frá stofnun beggja fyrirtækja. Með kaupunum standa vonir okkar til þess að auka samstarfið milli starfsmanna og ná þannig meiri skilvirkni í þjónustuna við viðskiptavini okkar.
Afgreiðslutími

23.desember 2014

Afgreiðslutími í verslun á aðfangadag er frá 9.00-12.00. Opnum síðan aftur mánudaginn 29. desember kl. 10.00.


Afgreiðslutími í desember

16.desember 2014

Afgreiðslutími Fastus breytis aðeins síðustu daga fyrir jól og verður nú opið lengur en vanalega. Sjá mynd.Ráðstefna um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

05.júní 2014

Þessa dagana tekur Fastus þátt í ráðstefnu sem haldin er af Velferðarráðuneytinu í Hofi, Akureyri. Ráðstefnan fjallar um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu. Þar kynnir Hulda Margrét Valgarðsdóttir Resource næringarvörurnar frá Nestlé sem ætlaðar eru þeim sem haldnir eru sjúkdómstengdri vannæringu þ.e. sjúkum og öldruðum. Næringarvörurnar eru fáanlegar í Fastus en einnig í fjölmörgum apótekum. Þess má geta að næringarvörurnar eru í samningi við Sjúkratryggingar Íslands.
Fastus styrkir HSÍ

14.janúar 2011

Fastus gaf HSÍ ferðanuddtæki frá Physiotherapie Generale. Nuddtækið var að sjálfsögðu tekið með á HM í Svíþjóð


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira