Map

Fastus styrkir HSÍ

14. janúar 2011Fastus gaf HSÍ ferðanuddtæki frá Physiotherapie Generale. Nuddtækið var að sjálfsögðu tekið með á HM í Svíþjóð. Pétur sjúkraþjálfari liðsins var gríðarlega ánægður enda búinn að bíða lengi eftir ferðanuddtæki til að taka með á stórmót erlendis en slíkt tæki hefur ekki verið til staðar. Fastus er styrktaraðili HSÍ árið 2011. Tækið mun að sjálfsögðu nýtast einnig kvennalandsliði okkar.

Alexander Petersson "tengdasonur Fastus" lánaði okkur bikarinn sem hann fékk fyrir að vera íþróttamaður Íslands 2010. Bikarinn verður til sýnis á meðan HM í Svíþjóð stendur yfir og þökkum við kærlega fyrir okkur.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira