Map

Fyrstu 400 lítra gufupottarnir komnir til Íslands

16. nóvember 2011

Nýlega hóf Hackman framleiðslu á 400 lítra gufupottum. Skólamatur ehf. Í Reykjanesbæ voru fyrstir til að kaupa þessa gufupotta hérlendis og fjárfestu í tveimur slíkum. „Starfssemi Skólamatar hefur vaxið og dafnað s.l. ár og við þurftum að bæta við gufupottum og því var fábært að Hackman sé farið að framleiða 400 lítra gufupotta. Þetta er góð viðbót við þá þrjá 300 lítra potta sem við höfum yfir að ráða frá Hackman.“ Segir Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamatar ehf.
Það var einmitt Skólamatur sem keypti fyrsta gufupottinn af Fastus eftir stofnun félagsins.

Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamatar og Greg Archer sölustjóri Hackman
við afhendingu á gufupottunum.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira