Map

Fyrsti gufusteikingarpotturinn

16. febrúar 2012

Krydd & Kavíar keyptu á dögunum 300 lítra gufusteikingarpott. Tækið virkar í bæði sem gufupottur og steikingarpanna.
Svo við nefnum dæmi um notkun þá er t.d. hægt að elda gúllasrétti, sjóða hrísgrjón, elda súpur, útbúa soð og sósur.

Potturinn er svo öflugur að hægt er t.d. að henda 140 kíló af kjöti á einu bretti í gúllasrétt.
Einnig er hægt að forrita uppskriftir í pottinn þannig að hann hitar sig ákveðið mikið og lækkar
svo hitastigið, bætir á vatni á ákveðnum tímum o.s.frv.

Afkastageta framleiðslufyrirtækja í matvælaiðnaði eykst umtalsvert og gæði eldunar verður einnig stöðugri og viðskiptavinirnir ánægðari.

Hægt er skoða þetta nánar á heimasíðu framleiðanda

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira