Map

Nýr framkvæmdastjóri hjá Fastus

20. september 2012

Bergþóra Þorkelsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá Fastus. Hún tekur við af Bjarna Halldórssyni, sem verður fjármálastjóri fyrirtækisins.

Bergþóra var áður framkvæmdastjóri Líflands og Kornax frá árinu 2008. Hún var áður markaðs- og sölustjóri hjá Líflandi frá árinu 2005. Þá var hún framkvæmdastjóri Ego frá 2003 til 2005.

Bergþóra er menntaður dýralæknir en hún hefur einnig stundað nám í markaðsfræðum við Chartered Institut of Marketing í Bretlandi og í rekstrar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands.

Eiginmaður Bergþóru er Auðunn Hermannsson, mjólkurverkfræðingur og mjólkurbústjóri MS í Reykjavík. Þau eiga tvær dætur.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira