Map

Nýtt starfsfólk hjá Fastus ehf

30. janúar 2013

Í lok árs 2012 og byrjun árs 2013 hafa bæst góðir  liðsmenn við starfsmannahóp Fastus ehf

Herdís Þórisdóttir hóf störf hjá Fastus 1. desember síðastliðinn. Herdís mun annast sölu og ráðgjöf á vörum tengdum sjúkraþjálfun og endurhæfingu á Heilbrigðissviði Fastus. Herdís var áður aðstoðaryfirsjúkraþjálfari á  Endurhæfingardeild Landsspítala á Grensási.

Páll Ágúst Jónsson tók við starfi lagerstjóra hjá Fastus í lok nóvember síðastliðinn. Páll starfaði áður sem lagerstjóri hjá Húsasmiðjunni.

Þuríður Vilhjálmsdóttir hóf störf sem innkaupafulltrúi hjá Fastus um áramótin. Þuríður vann áður hjá Lagernum Iceland ehf við bókhald og innkaupastýringu.

Gunnhildur Gunnlaugsdóttir hóf störf sem þjónustufulltrúi á Heilbrigðissviði Fastus í nóvember síðatliðnum. Gunnhildur vann áður sem þjónustufulltrúi hjá heildsölufyrirtækinu Nathan og Olsen.

Arna Huld Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur hóf störf hjá Fastus um áramótin. Arna mun sinna sölu og ráðgjöf á hjúkrunarvörum og næringardrykkjum á Heilbrigðissviði Fastus. Arna vann áður á gjörgæsludeild Landsspítalans á Hringbraut.

Sveinbjörg Jónsdóttir, grafískur hönnuður, hóf á haustmánuðum störf hjá Fastus. Sveinbjörg sinnir markaðs og kynningarmálum. Sveinbjörg vann áður sjálfstætt fyrir ýmis fyrirtæki á sviði framleiðslu og vöruþróunar.

Við bjóðum allt þetta góða fólk velkomið til starfa og væntum okkur mikils af störfum þeirra. 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira