Map

Spennan nær hámarki í dag

30. janúar 2013

Frá því í ágúst 2012 hefur Sigurður Kristinn Haraldsson staðið í stífum æfingum fyrir Bocuse d´Or keppnina í Lyon í Frakklandi. Hann hefur nýtt sér æfingareldhúsið hjá Fastus ehf. ásamt aðstoðarmönnum sínum og þjálfara. 

Hópurinn lagði síðan land undir fót nú fyrir helgi en áður en hópurinn flaug út hittist stuðningshópur Sigga í húsakynnum Fastus til að taka á móti markaðs- og kynningarefni fyrir keppnina.

Í dag nær svo spennan hámarki en úrslit verða kynnt kl. 16.30 á íslenskum tíma og verður verðlaunaafhending í beinni útsendingu á heimasíðunni www.freisting.is

Við óskum Sigga og fylgdarliði góðs gengis.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira