Map

„Gönguhjálpartæki og hjólastólar“ - Námskeið á vegum Fastus ehf dagana 20. og 21. mars

02. apríl 2013

Í tilefni af nýjum samningi „Gönguhjálpartæki og hjólastólar“, sem gildi tók í desember 2012, bauð Fastus ehf iðju- og sjúkraþjálfurum upp á tveggja daga námskeið til kynningar á vöruúrvali sínu og möguleikum búnaðarins.

Leiðbeinandi var Michael Kröener frá Sunrise Medical en hann hefur mikla reynslu og þekkingu á þessum vörum m.a. vegna fötlunar sinnar.

Lögð var áhersla á nýja hjólastóla, sessur og bakeiningar fyrir börn og fullorðna.

Þátttaka var mjög góð og mættu um 50 manns á námskeiðið og álit þátttakenda að mikið gagn hefði verið að.                 

 

Við þökkum fyrir þátttökuna.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira