Map

„Gönguhjálpartæki og hjólastólar“ - Námskeið á vegum Fastus ehf dagana 20. og 21. mars

02.apríl 2013

Í tilefni af nýjum samningi „Gönguhjálpartæki og hjólastólar“, sem gildi tók í desember 2012, bauð Fastus ehf iðju- og sjúkraþjálfurum upp á tveggja daga námskeið til kynningar á vöruúrvali sínu og möguleikum búnaðarins.

Leiðbeinandi var Michael Kröener frá Sunrise Medical en hann hefur mikla reynslu og þekkingu á þessum vörum m.a. vegna fötlunar sinnar.

Lögð var áhersla á nýja hjólastóla, sessur og bakeiningar fyrir börn og fullorðna.

Þátttaka var mjög góð og mættu um 50 manns á námskeiðið og álit þátttakenda að mikið gagn hefði verið að.                 

 

Við þökkum fyrir þátttökuna.

Þessi síða notar vafrakökur
Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka