Fastus ehf styrkir NPA miðstöðina
04.september 2013Á myndinni má sjá Emblu Ágústdóttur formann stjórnar NPA miðstöðvarinnar og Bergþóru Þorkelsdóttur framkvæmdastjóra Fastus ehf .
NPA miðstöðin byggir vinnu sína á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf (Independent living). Hugmyndafræðin á rætur sínar að rekja til mannréttindabaráttu fatlaðs fólks á 8. áratug 20. aldar og felur í sér að:
· Allar manneskjur óháð, eðli og alvarleika skerðingar, geta tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl
· Allar manneskjur hafa rétt á að búa í samfélaginu, stjórna eigin lífi og taka þátt á öllum sviðum þess
· Fatlað fólk ákveður og velur hvernig þjónustu það fær
· Valdið færist frá þjónustukerfinu til fatlaðs fólks.
