Ráðstefna um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu
05.júní 2014Þessa dagana tekur Fastus þátt í ráðstefnu sem haldin er af Velferðarráðuneytinu í Hofi, Akureyri.
Ráðstefnan fjallar um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu.
Þar kynnir Hulda Margrét Valgarðsdóttir Resource næringarvörurnar frá Nestlé sem ætlaðar eru þeim sem haldnir eru sjúkdómstengdri vannæringu þ.e. sjúkum og öldruðum.
Næringarvörurnar eru fáanlegar í Fastus en einnig í fjölmörgum apótekum. Þess má geta að næringarvörurnar eru í samningi við Sjúkratryggingar Íslands.
.jpg?proc=frettamynd)