Map

Frábær áfangi fyrir Landspítalann ... og alla landsmenn :)

07. júlí 2014

Kaup á aðgerðarþjarka fyrir Landspítala tryggð

Fyrir skemmstu var undirritað samkomulag um fjármögnun aðgerðaþjarka fyrir spítalann. 

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala og Brynjólfur Bjarnason, formaður stjórnar Söfnunarsjóðs um aðgerðaþjarka fyrir Landspítala undirrituðu samkomulagið.

Söfnunarátak til kaupa á þjarkanum hefur staðið yfir í tvö ár. Söfnunarsjóður var stofnaður og varð að samkomulagi milli sjóðsins og Landspítalans að þjarkinn yrði keyptur tækist að safna fyrir um helmingi kaupverðsins. Átakinu lauk með því að Pokasjóður lagði fram 25 milljónir króna í söfnunina. Þar með voru komnar 110 milljónir í sjóðinn og fjármögnunin þar með tryggð.

Sambærileg tækni er nú þegar til staðar á sambærilegum sjúkrahúsum á Norðurlöndunum. Búnaðurinn er mikilvægt tæki í fjölmörgum skurðaðgerðum, ekki síst við þvagfæraskurðlækningar og aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna. Aðgerðir með þessari aðferð minnka inngrip til muna, þær flýta bata og nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi hlíft í meira mæli.

Framleiðandinn á þjarkanum er Intuitive Surgical og sér Fastus um innflutning, uppsetningu, kennslu og aðra þjónustu tengda honum.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira