Map

ÍSAM kaupir öll hlutabréf í Fastus ehf.

08. október 2014

ÍSAM ehf. hefur fest kaup á öllu hlutafé í Fastusi ehf.  Fastus ehf.  er öflugt og vel rekið innflutningsfyrirtæki með góðu starfsfólki , sem þjónustar aðallega heilbrigðisgeirann, hótel og veitingamarkaðinn með miklu vöruúrvali í tækjum og rekstrarvöru, sjá nánar www.fastus.is Framkvæmdastjóri Fastus er Bergþóra Þorkelsdóttir.  Ekki eru áformaðar breytingar á starfssemi  Fastus ehf við eigendaskiptin. Nú er unnið að gerð áreiðanleikakönnunar vegna kaupanna og jafnframt leitað eftir samþykki  Samkeppniseftirlitsins og birgja félagsins. ÍSAM ehf. er leiðandi innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með mörg af sterkustu vörumerkjum landsins í matvöru og má þar helst nefna; Mylluna, Ora, Frón og Kexsmiðjuna, sjá nánar á www.isam.is . Nánari upplýsingar veitir Egill Ágústsson forstjóri Ísam ehf í síma 5222700

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira