Map

Fastus afhendir nýja sjúkrabíla til RKÍ

26. nóvember 2014Fastus afhenti nýlega fyrstu 7 bílana af 11 sem  Rauði krossinn á Íslandi tekur í notkun á næstu dögum og vikum.
 
Um er að ræða  Mercedes Benz Sprinter 319 - 4x4,  sem er sérstaklega innréttaður sem sjúkrabíll hjá BAUS AT í Póllandi.
 
Bíllinn er 190 hestöfl, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn og  útbúinn þannig að góð aðstaða og pláss er fyrir sjúkraflutningamenn að athafna sig og geta sinnt sjúklingunum sem best.
 
Neyðarljósabúnaður er af bestu gerð frá Sarco í Finnlandi og er innbyggður í topp bílsins sem gerir hann straumlínulagaðan.
 
Á bílnum er ný gerð af endurskinsmerkingum sem gerir bílinn enn sýnilegri og eykur þannig öryggi allra.
 
Um 200 manns vinna hjá Baus í Póllandi í 5000m² verksmiðju og framleiða þeir yfir 500 bíla á ári og selja til yfir 20 landa þar á meðal Bretlands, Sviss, Frakklands, Þýskalands og Hong Kong.

Fastus óskar Rauða krossinum og landsmönnum öllum til hamingju með endurnýjaðan bílaflota sjúkraflutningamanna.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira