Map

Fastus afhendir nýja sjúkrabíla formlega til RKÍ

11. desember 2014

Miðvikudaginn 10. desember fagnaði Rauði Krossinn á Íslandi 90 ára afmæli. Við sama tækifæri afhenti Fastus ehf. Rauða Krossinum 7 nýja sjúkrabíla sem verða teknir í notkun á næstu vikum. Við athöfnina voru meðal annarra viðstaddir forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, pólski sendiherrann hr. Lech Mastalerz, Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri RKÍ, Sveinn Kristinsson formaður stjórnar RKÍ, Robert Krolikowski frá BAUS AT og Bergþóra Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Fastus, en Fastus sér um innflutning og afhendingu á bílunum. Bílarnir eru af gerðinni Mercedes Benz, Sprinter en þeir eru sérstaklega innréttaðir sem sjúkrabílar hjá BAUS AT í Póllandi. Þeir eru þannig innréttaðir að öll aðstaða fyrir sjúkraflutningamenn er góð til þess að athafna sig og sinna sjúkum.

Það hefur verið Fastus ehf ánægjuefni að fá möguleika á að sinna endurnýjun á sjúkrabílaflotanum í samstarfi við RKÍ og vita til þess að sjúkraflutningar á Íslandi búi við góð skilyrði. Fastus óskar Rauða Krossinum á Íslandi og landsmönnum öllum til hamingju með nýju bílana.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira