Map

Fastus og X-Tækni hafa verið sameinuð

08. september 2015X-Tækni hefur sinnt þjónstu við viðskiptavini Fastus ehf alveg frá stofnun beggja fyrirtækja. Með kaupunum standa vonir okkar til þess að auka samstarfið milli starfsmanna  og ná þannig meiri skilvirkni í þjónustuna við viðskiptavini okkar.

Þann 1. september var starfssemi fyrirtækjanna sameinuð. X-Tækni er þá í raun orðin deild hjá Fastus ehf sem sinnir þeim tæknimálum sem tengd eru söluvörum Fastus ehf. 

Það er trú okkar að sameining þessi geri Fastus ehf að enn öflugra þjónustufyrirtæki  og minnum í því sambandi á gildin okkar ÁRVEKNI, GLEÐI, KUNNÁTTU, VIRÐINGU og METNAÐ, en við munum leggja okkur fram um að haga starfssemi sameinaðs félags í samræmi við þau.

X-Tækni nafnið mun halda sér sem nafn á þessari  deild og aðsetur og símanúmer er óbreytt.

Síminn er 5803940 og aðsetur er á sama stað í bakhúsi að Ármúla 7, 108 Reykjavík.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira