Map

Fastus ehf. tekur við umboði fyrir Sirona á Íslandi

08. mars 2016

Ástæður þessarar ákvörðunar eru margþættar en þær helstar að það er mathlutaðeigandi að til að auka megi vöruframboð og þjónustu við viðskiptavini okkar, og styrkja samhliða því hlutdeild Sirona á markaði,
þurfi fyrirtæki á borð við Fastus, sem starfar á heilbrigðissviði, og að þessi vöruflokkur falli í dag ekki að þeirri
meginstarfsemi sem Smith & Norland sinnir nú helst.

Fastus hefur frá upphafi selt og þjónustað búnað á heilbrigðissviði, með öfluga sölu- og þjónustu-starfssemi
og vöruúrval sem hentar þessum viðskiptavinahópi.
Undirbúningur þessa hefur staðið um nokkurn tíma og þess verið gætt í hvívetna að yfirfærslan
verði viðskiptavinum okkar sem þægilegust á allan hátt og skapi sem minnst vandamál.

M.a. mun tæknimaður S&N til margra ára, Kolbeinn Kolbeinsson, hefja störf hjá
Fastus við þessar breytingar, sem tryggja ætti áframhaldandi góða þjónustu með öflugum stuðningi
núverandi tæknimanna Fastusar.

Erna Dís Brynjúlfsdóttir verður helsti tengiliður og mun sjá um sölu og markaðssetningu
á tannlæknavörum hjá Fastus.

Eftir áratuga gott samstarf kveðjum við hjá Smith & Norland með vissum söknuði, fullvissir þess
þó að við taki traust og öflugt fyrirtæki. Viljum við nota tækifærið og þakka fyrir áralöng góð samskipti.

Hægt verður að ná í Ernu Dís í síma 580 3919 og Kolbein Kolbeinsson í síma 696 5760,
en á meðan þessi yfirfærsla á sér stað mun Halldór Þ. Haraldsson, hjá Smith & Norland, einnig veita aðstoð.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira