Map

Fastus valið eitt af fyrirmyndarfyrirtækjunum að mati VR

17.maí 2016

Fastus ehf fékk í gær viðurkenningu fyrir það að vera eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum að mati VR. Þetta þýðir að félagið er eitt af 10 efstu í sínum flokki.

Í hópi millistórra fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru á bilinu 20 til 49 talsins, er Fastus hástökkvarinn með 4,54 í einkunn í ár samanborið við 4,14 í fyrra. Fastus er nú í hópi tíu efstu fyrirtækja í sínum stærðarflokki og er því fyrirmyndarfyrirtæki 2016, er í 7. sæti í ár samanborið við sæti 59 í fyrra. Eins í tilfelli hástökkvarans í hópi stærstu fyrirtækjanna hækkar einkunn fyrir stjórnun mikið á milli ára hjá Fastus, fer úr 3,93 í 4,31. En mesta breytingin er fyrir þáttinn launakjör, einkunn fyrir þann þátt fer úr 3,55 í 4,15 sem er mikið hærra en meðaltalið í þessum stærðarflokki en það er 3,39.

Þessar viðurkenningar eru byggðar á okkar eigin mati á starfssemi Fastus og endurspegla því að okkur sem hóp hefur tekist að mynda góðan vinnustað.

Þessi síða notar vafrakökur
Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka