Map

Nýtt skref í notkun aðgerðarþjarka á Íslandi

02.desember 2016

Nýtt skref í notkun aðgerðarþjarka í skurðaðgerðum á Íslandi var tekið 28. nóvember 2016 með hlutabrottnám á ristli. Ristilskurðlæknarnir Helgi Kjartan Sigurðsson og Jórunn Atladóttir á Landspítala gerðu tvær slíkar aðgerðir með því að nota aðgerðarþjarka. Niels Thomassen, ristilskurðlæknir frá Danmörku og sérfræðingur í notkun aðgerðarþjarka í ristilaðgerðum, var viðstaddur aðgerðirnar.

Aðgerðarþjarki er á helstu sjúkrahúsunum í nágrannalöndunum og notkun hans í ristil- og endaþarmsaðgerðum hefur aukist mikið undanfarin ár með góðum árangri. Stefnt er að aukinni notkun þjarkans í kviðarholsaðgerðum á Landspítala. 

Aðgerðarþjarkinn hefur verið í notkun á Landspítala síðan í febrúar 2015 og gerðar hafa verið aðgerðir innan þvagfæraskurðlækninga, kvenlækninga, barnaskurðlækninga og hjartaskurðlækninga. 

Þessi síða notar vafrakökur
Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka