Map

Lokaæfing Viktors og aðstoðarmanna hans fyrir Bocuse d’Or matreiðslukeppnina

17. janúar 2017

Það var líf og fjör í Fastus á lokaæfingu Viktors Arnar Andréssonar og aðstoðarmanna hans fyrir Bocuse d’Or matreiðslukeppnina, sem fram fer í Lyon í Frakklandi 24.–25. janúar. 

Bocuse d’Or er virtasta matreiðslukeppnin sem haldin er í heiminum og komast færri þjóðir að en vilja, en 24 þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa sigrað forkeppni úr sinni heimsálfu. Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu.

Það verður gaman að fylgjast með Viktori og aðstoðarmönnum hans í keppninni. Fastus, sem er aðalstyrktaraðili Bocuse d’Or á Íslandi, sendir Viktori og félögum bestu óskir um gott gengi!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira