Map

Garri ehf. opnar nýjar höfuðstöðvar

22. mars 2018Fyrr í mars tók Garri ehf. formlega í notkun nýjar höfuðstöðvar í Hádegismóum. Á skrifstofunni er fullbúið móttökueldhús ætlað til að þjónusta öllu starfsfólki Garra. Hönnun og útlit eldhússins hefur tekist einstaklega vel og er útkoman mjög glæsileg. Heildarlausnin þar með talið ofn, innréttingar, uppvask, loftræsing, kæli- og frystiklefi og hitaborð kemur frá Fastus. Við hjá Fastus óskum starfsfólki Garra til hamingju með nýjar og glæsilegar höfustöðvar fyrirtækisins.

Á myndinni eru Árni Þór Sigurðsson gæðastjóri Garra og Jóhannes Kristjánsson söluráðgjafi hjá Fastus.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira