Map

Bragg­inn Bistró hefur opnað í Nauthólsvík

22. júní 2018

Glænýr veitingastaður Bragg­inn Bistró opnaði nýverið við ylströndina í Nauthólsvík. Bragg­inn er, eins og nafnið gef­ur til kynna, staðsett­ur í göml­um bragga við Naut­hóls­vík og mun sér­hæfa sig í ein­föld­um en góðum mat. Bragginn Bistro er rekinn af Daða Agnarssyni sem hefur getið sér gott orð síðustu ár fyrir reksturinn á Mýrinni Mathúsi.

Mikið hefur verið lagt í að endurbyggja gamla braggann en þó þannig að séreinkenni hússins haldi sér. Óhætt er að segja að þetta skapi einstaka stemningu og er útkoman sérlega glæsileg. Fastus afhendi til verksins fullbúið eldhús, ásamt stólum og öðrum búnaði. Við hjá Fastus óskum Daða og samstarfsfólki hans til hamingju með þennan glæsilega veitingastað.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira