Map

Fastus er framúrskarandi fyrirtæki!

15. nóvember 2018

Þann 14. nóvember síðastliðinn voru veittar viðurkenningar í Hörpu til fyrirtækja sem hlotið hafa nafnbótina „Framúrskarandi fyrirtæki“ á árinu 2018. Sjötta árið í röð er Fastus í hópi þeirra öflugu og glæsilegu fyrirtækja sem fær þessa viðurkenningu.

 

Árangur sem þessi næst ekki nema með samhentu og metnaðarfullu teymi starfsfólks. Starfsfólk okkar hjá Fastus hefur í gegnum tíðina lagt metnað sinn í afburða ráðgjöf og þjónustu til sinna viðskiptavini. Sem fyrr er þessi viðurkenning okkur mikil hvatning til áframhaldandi góðra verka.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira