Map

Nýtt Swissray röntgentæki tekið í notkun á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði.

16.apríl 2019

Í vikunni var nýtt röntgentæki frá Swissray tekið í notkun á myndgreiningarstofu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði. Fastus ehf. er umboðsaðili Swissray á Íslandi.

Nýja tækið þykir einstaklega notendavænt og skilar háskerpu myndum með stafrænni myndplötutækni. Myndir skila sér nú á skjá geislafræðings á örfáum sekúndum en þaðan eru þær svo sendar jafnharðan til greiningar hjá sérfræðilækni.

Tækið leysir af hólmi eldra tæki sem var orðið gamalt og úr sér gengið.

Starfsfólk Fastus óskar Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og starfsfólki þess til hamingju nýja tækið.

Á myndinni má sjá Gylfa Ólafsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Huldu María Guðjónsdóttir geislafræðing auk Stefáns S. Skúlasonar frá Fastus og Martin Darms sem frá Swissray.

Hér má sjá frétt Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um tækjakaupin

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira