Map

Áframhaldandi samstarf Fastus ehf. og Bocuse d´Or á Íslandi

05. nóvember 2019

Samstarfssamningur Fastus og Bocuse d´Or á Íslandi var undirritaður á Stóreldhússýningunni í Laugardagshöll þann 1. nóvember síðastliðinn. Samkomulagið felur m.a. í sér að Fastus veitir Bocuse d´Or á Íslandi aðstöðu til æfinga auk fleirri mikilvægra þátta er koma að þeirra starfi.

Fastus ehf. hefur verið einn af aðal bakhjörlum Bocuse d‘Or á Íslandi undanfarinn áratug. Með undirritun samkomulagsins er stuðningur frá Fastus tryggður fram yfir lokakeppni Bocus d‘Or í janúar árið 2021.

Ljóst er að Sigurður Laufdal verður næsti kandídat Íslands í forkeppni Bocuse d´Or í Eistlandi 2020, eftir að hafa sigrað undankeppninni hér á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem að Sigurður keppir í þessari stærstu matreiðslukeppni heims en árið 2012 landaði hann 4. sæti og fékk verðlaun fyrir besta fiskréttinn. Afar spennandi verður að fylgjast með Sigurði í þessari keppni sem framundan er.

Friðgeir Ingi Eiríksson frá Bocus d’Or á Íslandi og Jóhannes Kristjánsson sölustjóri frá Fastus undirrita samstarfssamninginn.

Friðgeir Ingi Eiríksson frá Bocus d’Or á Íslandi og Jóhannes Kristjánsson sölustjóri frá Fastus undirrita samstarfssamninginn.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira