EpiShuttle einangrunar og flutningshúdd
06. apríl 2020Þanni 12. mars síðastliðinn fékk Landspítalinn Háskólasjúkrahús afhent einangrunarhúdd frá Fastus ehf.
Með tilkomu húddsins er tryggt að smitaðir einstaklingar smiti ekki aðra á meðan á flutningi stendur.
Jafnframt er hægt að varna því að einstaklingar sem eru veikir fyrir, og þarf að flytja milli deilda eða stofnana, smitist ekki á leiðinni.
Sérstaklega er gætt að öryggi sjúklinga með þar til gerðum öryggisbúnaði eins og loftflæðis- og loftgæðanemum, festingum á hylkinu sjálfu við notkun og öryggisbeltum fyrir sjúklinginn. Allt miðast þetta einnig við að tryggja öryggi þeirra sem vinna með hylkið. Húddið uppfyllir alla öryggisstaðla til notkunar á sóttvarnardeildum, í sjúkrabílum og í flugförum. Búnaðurinn kemur frá EpiGuard sem sérhæfir sig í slíkri framleiðslu.
Fjarfundartækni var notuð við kennslu á húddið og þótti sú aðferð takast mjög vel enda aðstaða LSH til fyrirmyndar og undirbúningur mjög góður.
Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá Stefáni S. Skúlasyni, netfang stefan@fastus.is


