Map

EpiShuttle einangrunar og flutningshúdd

06. apríl 2020

Þanni 12. mars síðastliðinn fékk Landspítalinn Háskólasjúkrahús afhent einangrunarhúdd frá Fastus ehf.

Með tilkomu húddsins er tryggt að smitaðir einstaklingar smiti ekki aðra á meðan á flutningi stendur. 
Jafnframt er hægt að varna því að einstaklingar sem eru veikir fyrir, og þarf að flytja milli deilda eða stofnana, smitist ekki á leiðinni.

Sérstaklega er gætt að öryggi sjúklinga með þar til gerðum öryggisbúnaði eins og loftflæðis- og loftgæðanemum, festingum á hylkinu sjálfu við notkun og öryggisbeltum fyrir sjúklinginn. Allt miðast þetta einnig við að tryggja öryggi þeirra sem vinna með hylkið. Húddið uppfyllir alla öryggisstaðla til notkunar á sóttvarnardeildum, í sjúkrabílum og í flugförum. Búnaðurinn kemur frá EpiGuard sem sérhæfir sig í slíkri framleiðslu.

Fjarfundartækni var notuð við kennslu á húddið og þótti sú aðferð takast mjög vel enda aðstaða LSH til fyrirmyndar og undirbúningur mjög góður.

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá Stefáni S. Skúlasyni, netfang stefan@fastus.is

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira