Map

Fastus afhendir Rauða krossinum á Íslandi nýjar sjúkrabifreiðar

24. ágúst 2020Rauði krossinn á Íslandi hefur fest kaup á 25 nýjum sjúkrabifreiðum samkvæmt útboði sem staðfest var í lok árs 2019. Fastus ehf. er seljandi bifreiðanna hér á landi. Formleg afhending á bifreiðunum fór fram föstudaginn 14. ágúst 2020 en gert er ráð fyrir að allir bílarnir verði komnir til landsins í byrjun september. 

Smíði sjúkrabíla kallar á mikinn undirbúning í útboðsferlinu og góð samskipti á milli allra aðila eftir að samningur voru undirritaður og þar til þeir voru afhendir. Pólski framleiðandinn B.A.U.S. AT sá um smíði og nauðsynlegar breytingar á bílunum en Askja, umboðsaðili Mercedes Benz á Íslandi, mun annast þjónustu við bílana eftir að þeir koma til landsins. 

Um er að ræða nýjustu gerð af Mercedes Benz Sprinter en útlit þeirra er töluvert frábrugðið því sem almenningur þekkir. Bílarnir eru gulir á lit með svokölluðu Battenburg mynstri sem gerir bílana sýnilegri í umferðinni en góð reynsla hefur verið af slíkum merkingum hjá nágrannaþjóðum okkar.

Burðargeta nýju bílanna eykst töluvert frá því sem áður var og ný hönnun á innréttingum bætir vinnuumhverfi sjúkraflutningarmanna. Bílarnir eru sérlega vel útbúnir með ýmsar nýjungar sem auka aksturshæfni þeirra. 

Fastus óskar Rauða krossinum á Íslandi til hamingju með þessar nýju og glæsilegu bifreiðar!

Róbert Lee Tómasson og Birgir Finnson

Róbert Lee Tómasson og Birgir Finnson

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira