Map

Ný tæki frá GE Healthcare á Brjóstamyndgreiningardeild Landspítalans

15. apríl 2021

Röntgendeild Landspítalans hefur tekið við brjóstamyndgreiningu og hefur starfsemin verið flutt úr Skógarhlíð í nýuppgert og glæsilegt húsnæði að Eiríksgötu 5. Að undangengnu útboði voru valin þrjú röntgentæki frá GE Healthcare af gerðinni Senograph Pristina en samskonar tæki er einnig á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Röntgentækin eru af nýjustu gerð og eru ætluð bæði til skimunar og klínískra rannsókna á brjóstum.
 
Röntendeildin, sem opnuð var um miðjan apríl, er vel tækjum búin svo sem GE Healthcare ómtæki, Bayer skuggaefnisdælu, mynd-úrvinnslubúnaði frá AGFA Healthcare og sýnatökubekkjum frá Akrus. Fastus og HealthCo óska deildinni til hamingju með þennan glæsilega áfanga í sinni starfssemi.

Lesa má fréttina í heild sinni hér inni á vef Landspítalans

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira