Map

Hlíf Böðvarsdóttir til liðs við Fastus

06. október 2021

Hlíf Böðvarsdóttir hefur hafið störf hjá Fastus ehf. sem gæða- og fræðslustjóri. Hjá Fastus mun hún halda utan um gæðakerfi fyrirtækisins í takt við auknar kröfur á markaði um gæði, öryggi og rekjanleika lækningatækja. Auk þess mun Hlíf sjá um fræðslumál fyrirtækisins.
 
Síðastliðin 7 ár starfaði Hlíf hjá Securitas þar sem hún gegndi ýmsum stjórnendastöðum, síðast sem gæða-og öryggisstjóri. Fyrir það starfaði Hlíf sem kennari og verkefnastjóri í Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs og þar áður sem fjármálastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Hlíf er með Bs gráðu í viðskiptafræði og Med gráðu í lýðheilsu og kennslufræðum frá Háskóla Íslands.
 
„Ég hlakka til þess að takast á við þær spennandi áskoranir og tækifæri sem Fastus stendur frammi fyrir. Gæðamál eru mikilvægur þáttur í starfsemi Fastus og er mikill metnaður innanhúss að tryggja framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina með gæði og öryggi í fyrirrúmi. Það er svo sannarlega tilhlökkunarefni að taka þátt í þeirri vegferð sem framundan er.“ segir Hlíf.

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira